29.1.07

Ég bara varð að setja þetta inn...

Lífseigri önd bjargað úr nýrri hættu
Öndin Perky vakti heimsathygli er henni var bjargað helsærðri úr ísskáp veiðimanns af eiginkonu hans. Nú hefur Perky aftur komist í fréttirnar eftir að lífga þurfti hana við með hjartahnoði og munn-við-gogg-aðferðinni þegar hjarta hennar stoppaði á skurðarborðinu.
Dýralæknirinn David Hale framkvæmdi skurðaðgerð á öndinni til að laga sundurskotinn væng hennar er hún hætti skyndilega að anda.
Eftir spennuþrungin augnablik tókst honum að hnoða lífi í öndina á ný.
Perky er nú með spelku eða pinna í vængnum og þarf að öllum líkindum ekki að ganga í gegnum fleiri skurðaðgerðir þar sem hún virðist ekki þola svæfinguna. Hún er á batavegi.
Perky er ekki nema um hálft kílógramm að þyngd og er kvenkyns.
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1249994

18.1.07

Sá þetta á blogginu hennar Nínu og fannst þetta dálítið sniðugt ;).


24.2.06

Klukk!
Var klukkuð af Fríðu...er samt ekki byrjuð að blogga ;) hehe.

4 störf sem ég hef unnið:
- Leikjanámskeið
- Ruby Tuesday
- Blóðbankinn - kaffistofa
- Iceland Travel ferðaskrifstofa

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
- Indiana Jones myndirnar, Ford er alltaf æði ;)
- Back to the future myndirnar
- Grease...klassík
- Mission Impossible

4 staðir sem ég hef búið á:
- Siglufjörður
- Keflavík
- Hafnafjörður
- Garðabær

4 sjónvarpsþættir sem ég horfi á:
- Fréttir á stöð 2
- Fréttir á RÚV
- Desperate housewives
- Sex and the city

4 uppáhalds geisladiskar:
- The gispy kings...kemur mér alltaf í dancing groove ;)
- Enya...svooo afslappandi
- Flestir Celine Dion diskarnir...já já stelpudót
- ...bara það sem ég er í stuði fyrir hverju sinni...

4 staðir sem ég hef verið í fríi á:
- Frakkland - rívíeran
- Kýpur
- USA - Seattle
- Krít

4 vefsíður sem ég skoða daglega:
- mbl.is
- ugla.hi.is
- ergoblogg laganema
- Nokkur vinablogg


4x besti maturinn:
- Jólamaturinn hennar mömmu!
- Karrýfiskur með rækjum, grjónum og sveppum hjá ömmu...mmm
- Ítalskur matur
- Mexíkóskur matur (tacos, fajitas, tortillas o.s.frv.)

4 staðir sem ég vildi vera á núna:
- Bahamas á ströndinni undir pálmatré
- París á kaffihúsi og drekka í mig menninguna
- Ástralíu að skoða kengúrur og kóalabirni og fara á brimbretti
- Afríku í safaríferð

4 bloggarar sem ég klukka:
- Ragga frænka
- Vignir
- Það er búið að klukka flesta aðra bloggara sem ég þekki...

10.2.06

Hæ, hó!
Dálítið sniðugt...hehe ;)

You Should Get a JD (Juris Doctor)
You're logical, driven, and ruthless.
You'd make a mighty fine lawyer.
What Advanced Degree Should You Get?

15.12.05Kominn smá jólastemning í mann yfir smákökuilmi og jólalögum...og varð bara að setja smá jólasvip á síðuna mína ;).